Rúbín Espresso baunir 500gr Vörunúmer: KBR-11688 Kraftmikil baunablanda frá Mið- og Suður-Ameríku. Blandan hefur mikla fyllingu með sætu og sýrni sem vinna vel saman. Bollinn er í góðu jafnvægi sem skilur eftir langt og gott eftirbragð. Í bragði má finna hnetur og lakkrís. Með heitri mjólk kemur smá karmellu sæta í bragðið, lakkrísinn hverfur með mjólkinni. Blandan hentar vel fyrir espressódrykki og út í mjólk eins og t.d. í Cappucino eða Caffé latte. Tré: Arabica Ræktunarhæð: 1200-2000 m.