EVO hreinsefni fyri Espresso - Vistvæn sápa 500 gr Vörunúmer: EPG-351 Duftsápa úr lífrænum efnum fyrir espressóvélar. Leiðbeiningar: Til að hreinsa hvern haus á espressóvélinni. Takið sigti úr greipinni og setjið blind sigti/filter í. Fyrir daglega hreinsun setjið 1 teskeið af EVO í greipina og setjið eins og þið ætlið að laga kaffi. Hefjið bruggferlið og látið ganga í 10 sek til að leysa upp hreinsiefnið. Stoppið vélina og látið standa í 10-20 sek. Kveikið og stoppið til skiptis (endurtakið ferlið) 4 sinnum 10 sek í gangi og 10 sek stopp í hvert skipti. Takið greipna niður og hreinsið undir bunu af heitu vatni úr brugghausnum. Setjið greipina aftur uppí, ennþá með blindfilterinn í. Endurtakið hreinsunarferlið án sápu, látið vélina vera í gangi í 5 sek og stopp í 2 sek. Gangið úr skugga um að vatnið sé orðið hreint. Skiptið svo um sigti. Gerið einn espressó og hendið honum. Aðferð við að hreinsa filtera/sigti og greipar. setjið 2 teskeiðar af EVO í dall með 500 ml af vatni. Leggið greiparnar í sápuvatnið í 10 mín. Passið að handföngin fari ekki ofan í vatnið. Hreinsið svo allt mjög vel með heitu rennandi vatni. Notist daglega